studia.is |

Námsnetið / MySchool

Hvað er Námsnetið / MySchool

Námsnetið býður upp á heildarlausn fyrir allt skólastarf. Markmiðið með þróun Námsnetsins er að gera starfsemi menntastofnana einfaldari og hnitmiðaðri gagnvart stjórnendum, kennurum og nemendum. Námsnetið samanstendur af yfir 30 kerfiseiningum sem vinna saman og mynda heildarlausn. Helstu undirkerfin eru Umsóknarkerfi, Nemendabókhald, Kennslukerfi, Ferilskráarkerfi og Endurmenntunarkerfi. Um er að ræða rauntímakerfi þannig að kerfið sýnir réttar upplýsingar á hverjum tíma í stað þess að bíða þurfi eftir tímafrekum keyrslum. Hægt er að nota sjálfstæðar einingar kerfisins í stað þess að nota það í heild sinni. Jafnframt má setja upp einstaka hluta og aðlaga einingar kerfisins að óskum hvers og eins skóla.

Um Námsnetið / MySchool

Uppruni kerfisins er í Tölvuskóla Verzlunarskóla Íslands (nú Háskólinn í Reykjavík) og hefur það verið í stöðugri þróun frá árinu 1998. Kerfið er samsett úr nokkrum undirþáttum og var uppstokkun og samsetning kerfisins unnin í Háskólanum í Reykjavík. Síðar var fleiri aðilum seldur aðgangur að kerfinu og bættust þá fleiri notendur við, s.s. Menntaskólinn í Reykjavík, Tækniháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Við það tilefni var kerfinu gefið heitið MySchool. Í framhaldi af því, eða árið 2004, tók fyrirtækið Betri lausnir ehf. við þróun og viðhaldi kerfisins. Um áramótin 2006-2007 tók Stúdía ehf. yfir þróun og viðhald MySchool. Framkvæmdastjóri Stúdíu, Jóhannes H. Steingrímsson, hefur fylgt kerfinu eftir og unnið að þróun þess og viðhaldi allt frá fyrstu árum þess í Háskólanum í Reykjavík. MySchool hefur fengið nýtt íslenskt nafn og ber í dag heitið „Námsnetið“. Skólum er frjálst að nota annað eða bæði nöfnin, þ.e. Námsnetið eða MySchool, að vild.

Uppbygging Námsnetsins / MySchool

Námsnetið skiptist í nokkur undirkerfi. Þau helstu eru Umsóknarkerfi, Nemendabókhald, Kennslukerfi, Ferilskráarkerfi og Endurmenntunarkerfi. Kerfið er heildarkerfi fyrir skóla og kappkostað er að lausnin sé einföld og þægileg í notkun auk þess sem hún sé hagkvæm í rekstri og viðhaldi fyrir menntastofnanir.