studia.is |

Kennslukerfi

Aukin skilvirkni í skólastarfinu

Með stöðluðum vinnubrögðum og góðu aðgengi alls kennsluefnis stuðlar MySchool að aukinni skilvirkni í skólastarfinu. Nemendur og kennarar hafa góða yfirsýn yfir allt sem er að gerast í náminu.  Kerfið birtir á þægilegan hátt yfirlit yfir allt nýtt efni sem tengist hverjum nemanda ásamt lista yfir próf og verkefni sem kennarar hafa sett fyrir. Í verkefnalistanum er einnig hægt að sjá verkefni sem á eftir að vinna.

Aukin gæði í skólastarfinu

Með öflugu kennslumatskerfi, þar sem hægt er að spyrja nemendur um gæði kennslunnar, fá skólastjórnendur gott tækifæri til að veita kennurum aðhald og styðja þá í að lagfæra það sem betur má fara í skólastarfinu.  Skólastjórnendur hafa góðan aðgang að öllu því sem gerist í kerfinu og geta bæði skoðað hvernig notkun þess er háttað og hvernig kennarar nýta sér kerfið.

Stuðningur við einstaklingsmiðað nám

Námsnetið / MySchool styður á markvissan hátt við einstaklingsmiðað nám. Með aðgengi að öllu námsefninu geta nemendur hraðað yfirferð sinni og m.a. leyst verkefni og æfingapróf án þess að þurfa sérstaka athygli kennarans.  Kennarar geta með aðstoð Námsnetsins / MySchool fylgt með framgangi hvers nemanda fyrir sig og leiðbeint þeim með margvíslegum hætti með hjálp kerfisins. Auðvelt er að setja inn margs konar kennsluefni sem nýst getur nemendum með ólíkar þarfir.

Aukinn hvati fyrir nemendur

Gott og vel skipulagt kennslukerfi er án efa mikill hvati fyrir nemendur til að standa sig vel í námi. Auðvelt er að gera efnið aðgengilegra fyrir nemendur, t.d. með skýringarmyndum, krækjum inn á ítarefni eða með ýmis konar margmiðlunarefni sem glæðir áhuga nemenda á námsefninu. Aukið aðgengi stuðlar þannig að minna brottfalli meðal nemenda.

Samskipti kennara og nemenda

Auðvelt er að birta tilkynningar til nemenda og/eða senda nemendum tölvupóst. Á sama hátt geta nemendur sent tölvupóst á þátttakendur námskeiða. Einnig er auðvelt að stofna umræðuþræði yfir ólíka þætti námsefnisins.

Nýtt efni

Nýtt efni tekur saman lista þar sem nemendur og kennarar geta séð allar breytingar sem verða á námskeiðum þeirra. Þannig þarf t.d. ekki að fara inn í einstaka umræðuþræði til þess að sjá hvort eitthvað nýtt hafi bæst við.

 

Stundatafla

Stundataflan inniheldur stundatöflu hvers nemanda viku fyrir viku. Í stundatöflunni koma ýmis gögn fram um leið og þau eru sett inn í kerfið. Þar má m.a. nefna lýsingu á yfirferð í einstökum tímum, kennsluefni sem notað er í fyrirlestrum og upplýsingar um lokadagsetningar verkefnaskila.

 

Kennsluefni

Kennslukerfið heldur utan um allt rafrænt efni sem tengist náminu, s.s. rafrænar glærur, krækjur inn á vefsvæði og hvers konar skjöl. Í kerfinu getur kennarinn m.a. útbúið heimasíður, sett inn verkefni með rafrænum skilum og stofnað umræðuþræði. Þægileg yfirlit stuðla að markvissari nýtingu.

Hjálp & Handbók

Í Hjálpinni getur kerfisstjóri viðhaldið safni upplýsinga um tæknimál tengdum skólanum. Þessi liður þekkist einnig sem „Spurningar og svör“.  Notendahandbækur fyrir nemendur og kennara eru aðgengilegar á einum stað.

Um námskeiðið

Hér setur kennari grunnupplýsingar námskeiðsins fram, s.s. markmið, lýsingu o.s.frv. Hér er einnig hægt að skrá yfirferð hverrar kennslustundar. Nemendur sjá hér hvernig vinnuálag skiptist á önnina og hvaða þættir vega mest í viðkomandi námskeiði.

Verkefni

Í verkefnaskilakerfinu geta kennarar lagt fyrir verkefni, farið yfir verkefni og birt einkunnir fyrir verkefnin með athugasemdum. Kerfið heldur þannig vel utan um öll verkefni sem sett eru fyrir í einstökum námskeiðum.

 

Rafræn próf

Kennslukerfið býður upp á möguleika á prófabanka þar sem nemendur geta nálgast eldri próf sem kennarar setja inn í kerfið, ásamt lausnum við hverju prófi. Þetta tryggir að allir nemendur hafi aðgang að sömu upplýsingum fyrir t.d. miðsvetrarpróf og lokapróf.