studia.is |

Brottfallsrannsóknir

Árið 2007 tók Stúdía þátt í alþjóðlegu samstarfi um brottfallsrannsóknir eða PPS (personal Profile and Support).

Brottfallsverkefnið var stutt af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins en það var samstarfsverkefni skóla í Noregi, Spáni og Grikklandi auk Íslands.  Aðilar verkefnisins voru:  Alfonso Álvarez, Sissel Berglien, Björg Birgisdóttir, Kristjana Stella Blöndal, Ampara Camacho, Øvind Grov, Sigríður Hulda Jónsdóttir, Anna Sigurðardóttir og Laura Uixera.

Þegar Stúdía kom að verkefninu var búið að skrifa Visual Basic forrit sem tók niður svör nemenda á viðhorfum til náms og félagslegs stuðnings.  Verkefni Stúdíu var að endurskrifa forritið fyrir vefinn og búin var til sérstök eining inn í Námsnetinu / MySchool.

Skólaárið 2007-2008 var kerfið reynslukeyrt í Noregi í 10 skólum og þótti útkoman lofa það góðu að veturinn 2008-2009 eru 23 skólar að nota kerfið.  Námsráðgjafar í skólanum fá þarna mælitæki sem þeir geta lagt fyrir nemendur sem síðan finnur nemendur sem eru í hættu eða þá styður við það starf sem námsráðgjafar eru þegar í.  Úrvinnslan reiknar niðurstöður í 17 yfirflokka og síðan í heildarniðurstöðu.  Hægt er að bera saman við aðra skóla og finna út hvort skóli er yfir eða undir meðallagi o.s.frv.

Nokkuð var fjallað um kerfið í Noregi en Fréttablaðið fjallaði um forritið þann 14. ágúst 2008, í eftirfarandi grein.