studia.is |

Umsóknir

Umsóknakerfið sér um umsóknarferli nýnema til náms, allt frá því að nemandi sækir um nám á ytri vef skóla og þar umsókn nemandans er samþykkt eða hafnað. Umsóknaferlið fer nánast að öllu leyti fram með rafrænum hætti. Umsóknakerfið auðveldar menntastofnunum að halda utan um umsóknarferli nemenda með því að draga úr umsýslu við umsóknir og lágmarka þann kostnað sem úrvinnsla þeirra felur í sér.

Umsókn nemenda

Umsóknarferli nemanda hefst á því að nemandinn sækir um nám á sérstakri rafrænni umsóknarsíðu t.d. á ytri vef skólans. Nemandinn velur hvaða nám hann vill sækja um, skráir inn ákveðnar persónuupplýsingar og getur jafnframt sett inn mynd af sér og fylgigögn ef svo ber undir. Þegar nemandinn hefur lokið við skráninguna smellir hann á „Sækja um / Apply“. Þar með flyst skráningin í gagnagrunn Umsóknakerfisins hjá viðkomandi skóla.

Úrvinnsla umsókna

Umsjónarmenn Umsóknakerfisins sjá allar umsóknir hjá viðkomandi skóla. Á þægilegan hátt má skoða allar umsóknir sem hafa borist í tiltekið nám eða námskeið. Jafnframt má sjá hvort nemandi hafi skilað inn tilskildum gögnum, hvort umsókn hafi verið samþykkt eða hafnað og hvort nemandinn hafi staðfest skólavist sína með greiðslu skólagjalda.

 

Samantekt og tölulegar upplýsingar

Í Umsóknakerfinu er hægt að skoða þróun ýmissa þátta í umsóknaferlinu með því bera saman tölulegar upplýsingar, s.s. á milli ára og milli námsbrauta. Einnig er hægt að fylgjast með aldursskiptingu þeirra sem sækja um nám við skólann ásamt kynjaskiptingu.

 

Tenging við fjárhagsbókhald

Kerfið getur tengst fjárhagsbókhaldi á mjög aðgengilegan hátt, s.s. Navision og Agresso. Einnig er tenging milli Umsóknakerfisins og Agresso bókhaldskerfisins. Hægt er að flytja upplýsingar um nýnema sem greitt hafa skólagjöldin rafrænt úr fjárhagsbókhaldinu yfir í nemendabókhaldið.