studia.is |

Kennslumat

Markmið hverrar menntastofnunar er án efa að bjóða nemendum eingöngu upp á afburða þjónustu og fyrsta flokks nám hverju sinni, óháð því hvaða nám þeir stunda. Auk þess er jafnan kappkostað að laða til starfa afar hæfa kennara, starfsfólk og stjórnendur og búa þeim sem bestan aðbúnað og aðstöðu.

Við mat á gæðum skólastarfs koma ýmsir þættir til skjalanna, bæði huglægir og hlutlægir. Reglulegt sjálfsmat á innri starfsemi skóla er því afar mikilvægur og sjálfsagður þáttur í starfsemi hverrar menntastofnunar. Þar skiptir miklu að um heilsteypt og kerfisbundið sjálfsmat sé að ræða. Þannig geta þeir sem eru hvað mest viðriðnir skólastarfið komið að því að veita og hljóta endurgjöf á gæði náms og skólans. Slíkt eru ómetanlegar upplýsingar sem aðstoða kennara, starfsfólk og stjórnendur við mótun og framkvæmd aðgerða- og úrbótaáætlana, mótun stefnu og sýnar skólans og framþróun skólastarfsins í heild. Slíkt getur jafnframt gert nemendur meðvitaðri um eigin ábyrgð á námi sínu, eflt starfsanda og liðsheild innan skólans.

Mismunandi getur verið á milli menntastofnana hversu margir þættir eru metnir. Þeir geta t.a.m. innifalið:

  • Nemendakannanir, þ.e. kannanir á gæðum náms og skólans meðal nemenda. Sem dæmi má nefna viðhorf nemenda til námsins, vinnubragða í námi og heimanámi ásamt námsvenjum, skipulags skólastarfsins, vinnuaðstöðu, líðan nemenda og hættu á brottfalli úr skóla
  • Starfsmannakannanir, þ.e. kannanir á gæðum skólans og starfsánægju meðal kennara. Sem dæmi má nefna viðhorf kennara til skipulags námsins og skólastarfsins, starfsanda, samstarfs, vinnuaðstæðna, líðan starfsmanna, stefnumótunar og framtíðarsýnar
  • Starfsmannaviðtöl æðstu stjórnenda skóla við starfsmenn
  • Mat á stjórnendum skólans, þ.e. á gæðum stjórnunar í skólanum, t.d. á störfum skólameistara, aðstoðarskólameistara og kennslustjóra

Kennslumat, þ.e. mat á meðal nemenda, gæti farið fram með eftirfarandi hætti:

  • Nemandi metur kennara
  • Nemandi metur námskeið
  • Nemandi metur skólan
  • Nemandi metur sjálfan sig

Eyðublöð og spurningalistar

Áður en kennslumat er lagt fyrir í Kennslukerfinu eru búin til eyðublöð eða spurningalistar í kerfinu. Spurningalistar geta t.a.m. innihaldið valspurningar eða textaspurningar. Dæmi um valspurningu á spurningalista varðandi mat nemanda á kennara gæti verið:

Spurning 1: Kennari er áhugasamur um kennsluna

  • Mjög sammála
  • Frekar sammála
  • Sammála
  • Frekar ósammála
  • Mjög ósammála

Framkvæmd kennslumats

Auðvelt er að leggja fyrir kennslumat á mörgum mismunandi tímabilum á hverri önn eða í hverri námslotu. Hægt er að leggja fram sérstakt kennslumat fyrir hvern og einn kennara eða leiðbeinanda innan hvers námskeiðs.
Þegar hefja á kennslumat er kennslumatið gert sýnilegt nemendum í Kennslukerfinu. Nemandi getur þá t.d. séð yfirstandandi kennslumat á forsíðu sinni um leið og hann skráir sig inn í kerfið og hlekkur inn á kennslumatið gæti þá jafnvel einnig birst í valstiku. Slíkt ýtir frekar undir góða þátttöku í kennslumati. Þegar nemandi hefur farið í gegnum eyðublöðin eða spurningalistana og klárað að svara kennslumatinu sendir hann það inn með staðfestingu sinni og þá mun það hætta að vera sýnilegt þeim nemanda.

Yfirlit

Með aðgengilegum hætti má skoða yfirlit fyrir hvert og eitt kennslumat sem lagt hefur verið fyrir.  Í yfirliti kennslumats kemur m.a. fram:

  • Önn, þ.e. á hvaða önn kennslumatið er lagt fyrir
  • Hvenær kennslumatið hefst og hvenær því lýkur
  • Hversu margar fyrirlagnir eru á hverri önn
  • Hversu mörg námskeið eru metin á hverri önn
  • Svörun nemenda, þ.e. hversu mörgum spurningum hefur verið svarað
  • Fjöldi þeirra nemenda sem hafa svarað kennslumati

Jafnframt má ná upplýsingum og gögnum kennslumatsins út úr kerfinu á öðru formi, s.s. SPSS og Word.

Sagan varðveitist á milli anna í kerfinu þannig að eldri kennslumöt eru aðgengileg á milli tímabila. Þannig geta stjórnendur borið saman árangur fyrri anna eða tímabila við núverandi árangur og séð hvort og þá hvernig umbætur í skólastarfinu hafa skilað sér.