Nemendabókhald
Nemendabókhald er kerfi sem heldur utan um deildir, brautir, námsgreinar, námskeið, kennara og nemendur skóla. Kerfið gefur góða yfirsýn yfir stöðu mála, s.s. stöðu “þreyttra eininga”, stöðu fyrir LÍN og stöðu fyrir Hagstofu Íslands.
Upplýsingar
Heldur utan um upplýsingar fyrir hvern einstaka nemanda fyrir sig. Meðal skráðra upplýsinga má nefna fullt nafn, kennitölu, heimili, símanúmer, farsíma, netfang, braut, mynd (ef til er), nánasta aðstandanda, hvort viðkomandi er LÍN lánþegi o.m.fl.
Saga nemanda
Auðvelt er að skoða sögu hvers nemanda fyrir sig innan tiltekinnar menntastofnunar. Sami nemandi getur t.a.m. átt marga námsferla innan sama skóla. Saga nemandans er þá t.d. brotin niður á eftirfarandi hátt:
- Stök námskeið: sýnir þau einstöku námskeið sem viðkomandi nemandi er skráður í
- Skráningar saga: birtir þær námsbrautir sem nemandinn hefur verið skráður í og hvort hann hafi útskrifast af þeim námsbrautum eður ei
- Innheimtusaga: birtir greiðslusögu skólagjalda, upphæð, stöðu og skýringar
- Athugasemdir: inniheldur t.d. ítrekanir vegna vangoldinna skólagjalda o.fl.
- Námshlé: sýnir hvort og hvenær emandinn hefur tekið námshlé auk athugasemda
- Umsóknarsaga: birtir umsóknir til náms við viðkomandi skóla
Stundaskrá
Hægt er að skoða stundaskrá hvers og eins nemanda fyrir sig á aðgengilegan hátt.
Námskeið
Hægt er að skrá nemendur í námskeið og úr námskeiðum. Allir valmöguleikar eru aðgengilegir í fyrirfram skilgreindum listum sem eykur skilvirkni við skráningu. Einnig er mjög einfalt að bæta námskeiðum annarra námsbrauta við námsferil tiltekins nemanda, s.s. ef nemandi fær leyfi til að taka valfag af annarri námsbraut.
Einkunnir
Skoða má einkunnir hvers og eins nemanda eftir námsbrautum. Upplýsingarnar innihalda m.a. heiti námskeiðs, einingafjölda, heiti, stöðu og einkunn. Jafnframt má skoða nánari upplýsingar, s.s.:
- Sýna á ensku: birtir upplýsingarnar á ensku
- Sýna sögu: sýnir einnig þau námskeið sem nemandi hefur fallið í eða skráð sig úr
- Sýna flokkun: birtir nánari upplýsingar um það á hvaða stigi, s.s. grunnnámskeið eða framhaldsnámskeið, einstaka námskeið hefur verið skráð á
- Sýna eftir önnum: gefur til kynna hvaða námskeið nemandinn hefur verið skráður í á hverri önn
Hægt er að taka upplýsingar um einkunnir nemenda út úr kerfinu á margvíslegu formi, s.s. HTML, Excel eða Word.
Viðvera
Í sumum námskeiðum getur verið um mætingarskyldu að ræða og er þá e.t.v. krafist mætingar að fullu leyti eða að hluta. Í þeim tilvikum er hægt að skoða skráningu kennara á mætingu eða viðveru einstaka nemenda. Gefinn er ákveðinn fjöldi fjarvistarstiga eftir því hvers kyns fjarvistin kann að vera, s.s. „Seinn“, „Fjarverandi“,“Veikur“ eða „Leyfi“.
Metnar einingar
Í þeim tilvikum þar sem nemandi getur fengið einingar úr öðru námi eða skóla metnar til eininga við núverandi nám er auðveldlega hægt að skrá slíkt á hvern og einn nemanda.
Námsferlar
Sami nemandi getur t.a.m. átt marga námsferla innan sama skóla. Þar af leiðandi getur kerfið haldið utan um hvern og einn námsferil hvers einstaka nemanda fyrir sig. Ýmsir valmöguleikar eru í boði, s.s.:
- Endurinnritun inn á sömu braut
- Flutningur milli brauta eða deildar
- Bæta við áður teknum námskeiðum á námsferil
- Innritun inn á nýja braut
Vottorð
Jafnan þarf að gefa út ýmis konar vottorð til nemenda skóla. Með auðveldum hætti má búa til vottorð í kerfinu sjálfu fyrir einstaka nemendur. Í flokki vottorða eru m.a.:
- Vottorð um skólavist, núverandi önn
- Vottorð um skólavist, allar annir
- Námsferilsblað
- Námsferilsbók
Hægt er að velja hvort vottorðin verða til á skjá, HTML, Word, Excel eða XML formi. Mjög auðvelt er að búa vottorðin til á ensku.
Endurtekt
Í þeim tilvikum sem nemandi er skráður í endurtektarpróf birtast upplýsingar um það á sérstöku svæði.
Auka greiðandi
Þegar nám greitt af öðrum aðila, t.d. þegar vinnustaður greiðir skólagjöld tiltekins nemanda er hægt að skrá auka greiðanda svo að ekki fari á milli mála hvert skuli senda reikning vegna skólagjalda.
Listar
Stjórnendur geta tekið ýmis konar lista út úr kerfinu. Slíkt auðveldar stjórnendum að horfa þvert á skólastarfið t.d. eftir brautum eða deildum. Listar sem hægt er að taka út úr kerfinu eru m.a.:
- Nemendur e. braut / deild
- Nemendur e. tegund
- Námshlé
- Einkunnadreifing
- Undanfarar
- Framvinda
- Námsárangur
- Skýrsla til LÍN
- Reiknaðar einingar
- Viðvera
- Bekkir
Hægt er að taka ofangreinda lista út úr kerfinu á margvíslegu formi.
Námskeið
Auðveldlega má skoða ýmis yfirlit eftir einstökum deildum m.v. tiltekna önn. Meðal þeirra eru:
- Yfirlit: þar koma m.a. fram lykill eða númer námskeiðs, heiti, einingafjöldi, fjöldi skráðra nemenda, staða námskeiðsins, mæting og sýn kennara
- Próf og hópar: sýnir námskeið og upplýsingar, kennara og leiðbeinendur námskeiðs
- Einkunnaskráning: skráning einkunna nemenda í aðalprófi eða sjúkra- og endurtektarprófi m.v. ákveðna deild, önn og námskeið
- Sérúrræði: skilaboð til nemenda með sérþarfir og sérúrræði. Skilaboðin eru ekki sýnileg öðrum nemendum en þeim sem njóta sérúrræða
- Samkeyrsla: samkeyrsla upplýsinga milli námskeiða
Útskrift
Hægt er að gefa nemendum möguleika á að skrá sig sjálfir í útskrift í gegnum Kennslukerfið. Þá uppfærast upplýsingarnar í Nemendabókhaldinu sjálfkrafa eftir að nemandi hefur staðfest skráningu sína í útskrift í Kennslukerfinu.
Einnig má skrá nemendur í útskrift í Nemendabókhaldinu. Hægt er að skrá einstaka nemendur í útskrift eða skrá fjölda nemenda í einu eftir því á hvaða braut þeir eru.
Tenging við Kennslukerfið
Nemendabókhaldið tengist Kennslukerfinu þannig að upplýsingar um nemendur, kennara, bækur og stundaskrá einstakra kennara er hægt að flytja rafrænt yfir í Kennslukerfið. Tengingunni er þannig háttað að ef upplýsingum er breytt í Nemendabókhaldinu þá uppfærast breytingarnar sjálfkrafa í Kennslukerfinu (t.d. ef nemandi hættir í námskeiði).
Tenging við fjárhagsbókhald
Nemendabókhaldið getur tengst fjárhagsbókhaldi, s.s. Navision þannig að auðvelt er að innheimta skólagjöld af nemendum og fylgjast með hvort nemendur hafi greitt eður ei. Jafnframt er tenging milli Nemendabókhaldsins og Agresso bókhaldskerfisins.