Námsnetið samanstendur af yfir 30 kerfiseiningum sem vinna saman og mynda heildarlausn. Helstu undirkerfin eru Umsóknarkerfi, Nemendabókhald, Kennslukerfi, Ferilskráarkerfi og Endurmenntunarkerfi. Um er að ræða rauntímakerfi þannig að kerfið sýnir réttar upplýsingar á hverjum tíma í stað þess að bíða þurfi eftir tímafrekum keyrslum. Hægt er að nota sjálfstæðar einingar kerfisins í stað þess að nota það í heild sinni. Jafnframt má setja upp einstaka hluta og aðlaga einingar kerfisins að óskum hvers og eins skóla.Lesa meira ?
Stúdía ehf. hóf starfsemi í janúar 2007. Fyrirtækið starfar á sviði hugbúnaðargerðar og ráðgjafar varðandi hugbúnað.
Stúdía þróar og markaðssetur hugbúnaðarlausnir fyrir menntastofnanir undir nöfnunum „Námsnetið“ / „MySchool„. Mikil áhersla hefur verið lögð á hafa kerfið einfalt og þægilegt til notkunar fyrir stjórnendur, kennara og nemendur. Um er að ræða veflausn með um 30 kerfiseiningum. Fyrsta útgáfa Námsnetsins var gefin út árið 1998 og hefur verið í stöðugri notkun og þróun síðan þá. Þarfir menntastofnanna eru hafðar að leiðarljósi við allar breytingar.
Námsnetið er nú notað í einkareknum íslenskum háskólum og mörgum framhaldsskólum auk háskóla í Svíþjóð og Noregi.